Withered - Lilja Şarkı Sözleri

Lilja

Stjörnur skína bjartar í nótt,
líkt og þúsund skínandi tár á næturhimni.
Þessi nót er sú nótt sem mun færa mér yfirvöldin.
Þeir gráta... englar Guðs í paradís!

Ég sé björtustu stjörnuna falla,
hún fellur í átt að mér.
Ég finn mátt minn aukast.
Ég finn sál mína styrkjast.

Ég er hér, einn með mínum eina vini,
nóttinni, henni ég get tryst.
Trú mér hefur hún verið.
Hún opnar sér fyrir mér.

Aðeins hún getur tendrað mitt sálarbál.
Því ferð mín virðist eilíf, mín leit er eilíf.
Stjarnan fellur áfram í mína átt.
Það er sem himinn opnast
og út kemur hún, hvítklæddur engill.
Kominn til að hleypa mér inn á ný?

Svo falleg rödd hvíslar í huga mínum.
Varir hennar hreyfist ei...
"Ekki vera hræddur, þú ert ekki einn.
Ég skal gæta þín á þinni leið.
Höfuð skaltu bera hátt
og þú munt finna himnaríki!"

Hún hverfur á braut hins mikilfengna himins.
Hún er það eina sem ég sé.
Enn á ný er ég einn og yfirgefinn
reikandi um myrkrið sem blindur væri...

Sálarró tekur yfir líkama minn,
aldrei hef ég verið jafn ákveðinn.
Ríki himnanna verður mitt!
Hvað er nafn þitt?
Bu şarkı sözü 122 kere okundu.